Okkur er annt um hjartað þitt
Um okkur
Við erum sérfræðingar í almennum hjartalækningum sem höfum sérhæft okkur í greiningu og meðhöndlun hjartsláttartruflana. Við tökum á móti sjúklingum á stofu, þar sem greining og fyrsta meðferð fer fram. Við gerum svo aðgerðir á Landspítalanum við Hringbraut. Kristján er með móttöku í Hjartamiðstöðinni í Kópavogi og á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, en Sigfús er með móttöku í Læknasetrinu í Mjódd og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað. Nýir sjúklingar þurfa beiðni frá heimilislækni.
Sigfús Gizurarson
Sigfús lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1999, og fékk almennt lækningarleyfi árið 2000. Hann hlaut sérfræðiviðurkenningu í Hjartalækningum í Svíþjóð og á Íslandi 2005. Eftir sérnám í raflífeðlisfræði lauk hann doktorsprófi í Læknisfræði við Sahlgrenska Akademíuna við Gautaborgarháskóla 2012. Hann er einnig með gráðu í Raflífeðlisfræði frá Háskólanum í Toronto 2013.
Frá árinu 2014 hefur hann starfað á hjartadeild Landspítalans og í Læknasetrinu í Mjódd. Frá 2015 hefur hann haft hjartalæknis móttöku á Akranesspítala og frá 2020 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað.
Sigfús hefur ásamt meðhöfundum birt tugi vísindagreina og skrifað kafla í bækur um hjartalækningar í bæði innlendum og erlendum kennslubókum.
Kristján Guðmundsson
Kristján lauk embættisprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2003 og fékk almennt lækningaleyfi árið 2003. Hann hlaut sérfræðiviðurkenningu í almennum lyflækningum og hjartalækningum í Svíþjóð og Íslandi árið 2011. Hann stundaði sérnám í undirsérgrein hjartalækninga, hjartaraflífeðlisfræði við Karolinska sjúkrahúsið frá 2011-2015. Hann vinnur nú að doktorsritgerð tengda hjartabilun við Karolinska Institutet.
Frá árinu 2015 hefur hann starfað á Hjartadeild Landspítalans, í Hjartamiðstöðinni í Kópavogi frá 2018 og á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyjum frá 2022.
Kristján hefur ásamt meðhöfundum birt vísindagreinar sem tengjast bæði hjartabilun og takttruflunum hjartans.