Við erum sérfræðingar í almennum hjartalækningum sem höfum sérhæft okkur í greiningu og meðhöndlun hjartsláttartruflana. Við tökum á móti sjúklingum á stofu, þar sem greining og fyrsta meðferð fer yfirleitt fram. Við gerum svo aðgerðir á Landspítalanum við Hringbraut. Kristján er með móttöku í Hjartamiðstöðinni í Kópavogi, en Sigfús er með móttöku í Læknasetrinu í Mjódd, Akranesspítala og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað. Nýir sjúklingar þurfa beiðni frá heimilislækni.
Á móttöku hjartalækna fer fram mat og greining á hjartasjúkdómum. Þar er einnig sinnt eftirliti hjá sjúklingum með hjartavandamál. Á móttökunni eru framkvæmd hjartalínurit, blóðprufur, áreynslupróf, hjartaómskoðanir og hjartasíritun. Nýir sjúklingar þurfa beiðni frá heimilislækni eða öðrum lækni.