Boðið er uppá að senda tölvupóst með fyrirspurnum. Til að senda slíkan tölvupóst þarf að gefa upp tölvupóstfang sitt og persónuupplýsingar. Tölvupósturinn er aðeins ætlaður fyrir almennar fyrirspurnir og ekki sem vettvangur til að veita heilbrigðisþjónustu eða deila upplýsingum um eigin heilsu.
Þjónustan er einungis í boði fyrir sjúklinga sem eru þegar undir eftirliti hjá okkur. Nýjum sjúklingum er bent á að fá tilvísun frá heimilislækni.
Notendur eru hvattir til að óska eftir símtali ef þeir óska eftir að forðast samskipti um tölvupóst
Engar upplýsingar um samskipti eru vistuð á heimasíðunni eða í tölvupóstþjóni og er þeim eytt að loknum samskiptum. Upplýsingar varðandi samskiptin eru vistaðar í sjúkraskrá sjúklings í Sögu sjúkraskrárkerfi.
Gjald er tekið fyrir rafræn samskipti og bókuð símtöl samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands.