Ekki er tekið gjald fyrir einfaldar fyrirspurnir sem snúa að rannsóknarniðurstöðum eða tímabókunum. Ekki er tekið gjald tekið fyrir einfaldar fyrirspurnir innan eins mánaðar frá síðustu komu.
Gjald fyrir einföld símtöl/rafræn samskipti er skv. gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands 3.195 kr. Sjúklingar eiga rétt á tveimur slíkum samskiptum á ári sem greiðast að fullu af Sjúkratryggingum Íslands.
Gjald fyrir flóknari símtöl/rafræn samskipti er skv. gjaldskrá Sjúkratygginga Íslands 7.668 kr.
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði vegna þjónustu sérgreinalækna samkvæmt
gjaldskrá, sbr. Samstarfssamning Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur frá 1. september 2023.
Reikningur fyrir hlut sjúklings er sendur í heimabanka.
Hlekkur á Gjaldskrá SÍ: https://island.is/samningur-sjukratrygginga-um-thjonustu-sergreinalaekna